Tilboð í Alitalia hangir á bláþræði 18. september 2008 09:05 Mynd/AFP Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira