Björgun Citigroup hífir markaði upp 24. nóvember 2008 09:35 Miðlarar að störfum í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Roger Kunz, framkvæmdastjóra hjá svissneska fjárfestingabankanum Clariden Leu AG, að björgunaraðgerðirnar væru bráðnauðsynlegar, Citigroup væri of stór og mikilvægur banki til að fara í þrot. Gengi hlutabréfa í Deutsche bank, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Þýskalands, rauk upp um 3,7 prósent í morgunsárið og í Credit Suisse um 3,9 prósent. Önnur fjármálafyrirtæki stukku upp með svipuðum hætti víða annars staðar í álfunni. Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um á bilinu fimm til sex prósent á föstudag eftir afar dræma viku. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan í dag um 2,7 prósent. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 3,8 prósent. Dax-vísitalan í Þýskalandi fór upp um 2,59 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,57 prósent. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 3,37 prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Roger Kunz, framkvæmdastjóra hjá svissneska fjárfestingabankanum Clariden Leu AG, að björgunaraðgerðirnar væru bráðnauðsynlegar, Citigroup væri of stór og mikilvægur banki til að fara í þrot. Gengi hlutabréfa í Deutsche bank, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Þýskalands, rauk upp um 3,7 prósent í morgunsárið og í Credit Suisse um 3,9 prósent. Önnur fjármálafyrirtæki stukku upp með svipuðum hætti víða annars staðar í álfunni. Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um á bilinu fimm til sex prósent á föstudag eftir afar dræma viku. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan í dag um 2,7 prósent. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 3,8 prósent. Dax-vísitalan í Þýskalandi fór upp um 2,59 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,57 prósent. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 3,37 prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira