Okkar stefna í framkvæmd: Að standa með fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. desember 2008 05:00 :Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
:Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar