Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans 29. janúar 2008 09:16 Chris Paul var hársbreidd frá því að ná þrefaldri tvennu gegn Denver Nordic Photos / Getty Images Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers. NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers.
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira