NBA í nótt: Denver lagði Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 09:37 Allen Iverson sækir hér að körfunni. Nordic Photos / Getty Images Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka. NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka.
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira