Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli 25. febrúar 2008 03:21 Chauncey Billups og félagar í Detroit niðurlægðu Phoenix í nótt AP Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst. NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst.
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira