Sakamannasamfélagið Brynjar Níelsson skrifar 26. nóvember 2008 06:00 Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu. Hrun nær alls bankakerfisins, sem er í senn orsök og afleiðing af erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu, er dæmi um slíkt. Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annarsstaðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu. Setning neyðarlagaMeð setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave reikninganna sé miklu leyti tilkomin vegna setningu þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti. Síðan er það spurning hvort að Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venjulegum úrræðum eins og greiðslustöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farið er í neyðarlögunum. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllu möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum. Að fiska í gruggugu vatniOkkur er öllum verulega brugðið við falli bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hagsmunahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstaklinga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu. Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamálarannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda til sakamálarannsóknar eins og lög gera ráð fyrir. Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórnenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkisins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög marga landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaflega var hugsað samanber beitingu Breska ríkisins á þeim lögum gegn íslendingum. Fórnum ekki grunnréttindumÞjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu. Hrun nær alls bankakerfisins, sem er í senn orsök og afleiðing af erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu, er dæmi um slíkt. Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annarsstaðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu. Setning neyðarlagaMeð setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave reikninganna sé miklu leyti tilkomin vegna setningu þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti. Síðan er það spurning hvort að Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venjulegum úrræðum eins og greiðslustöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farið er í neyðarlögunum. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllu möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum. Að fiska í gruggugu vatniOkkur er öllum verulega brugðið við falli bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hagsmunahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstaklinga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu. Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamálarannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda til sakamálarannsóknar eins og lög gera ráð fyrir. Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórnenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkisins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög marga landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaflega var hugsað samanber beitingu Breska ríkisins á þeim lögum gegn íslendingum. Fórnum ekki grunnréttindumÞjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar