
Hvað skiptir máli?
Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borgarinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borgin ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verkefni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgarfulltrúa í kosningum. Undir fagráðin falla umhverfis- og samgöngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borgarfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrúar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starfsemi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér.
Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borgarverkfræðingur og menningarstjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjötíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfsmenn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tuttugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum.
Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjármuna og jafnari laun borgarfulltrúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgarfulltrúar eiga að sitja í tveimur fagráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki heldur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtalsverðar upphæðir að ræða. Breytingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfulltrúa til að sinna verkefnum að lágmarki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan ráðhússins.
Annað markmið með stjórnkerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrúinn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórnarmönnum borgarfulltrúar. Staðan er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið.
Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinnar út frá siðferðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjárhagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissulega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórnkerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun

Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til!
Steinunn Þórðardóttir skrifar

Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld
Hannes Örn Blandon skrifar

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd
Björn B. Björnsson skrifar

Söngur Ísraels og RÚV
Ingólfur Gíslason. skrifar

Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur
Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza!
Viðar Eggertsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Friðun Grafarvogs
Stefán Jón Hafstein skrifar

Torfærur, hossur og hristingar!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi
Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar

Við munum aldrei fela okkur aftur
Kári Garðarsson skrifar

Er Kópavogsbær vel rekinn?
Bergljót Kristinsdóttir skrifar

Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Um sjónarhorn og sannleika
Líf Magneudóttir skrifar

Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Einar G. Harðarson skrifar

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Málþóf og/eða lýðræði?
Elín Íris Fanndal skrifar

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar