KR knúði fram oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 19:00 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði fjórtán stig í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira