Allt annað hugarfar í liði Stjörnunnar 15. febrúar 2009 09:00 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar. "Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá." Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
"Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira