Grænþvottur í Kaupmannahöfn? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. desember 2009 06:00 Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið. Frá því á loftslagsráðstefnunni á Balí árið 2007 hafa íslensk stjórnvöld lagt sig fram um að vera hluti af lausninni í samningaviðræðum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það var grundvallarbreyting á afstöðu Íslands. Við höfum skuldbundið okkur til þess að mæta kröfunni um að hlýnun fari ekki yfir 2°C á þessari öld. Þá tókum við stöðu við hlið Evrópusambandsins í samningaviðræðunum, af ábyrgð og festu, sem ég er mjög stolt af. Það er ábyrgðarhluti lands sem telst meðal ríkustu þjóða heims - bæði fyrir og eftir hrun - að leggja sitt af mörkum til þess að leysa loftslagsvandann. Við höfum sett okkur losunarmarkmið hér heima og einnig lagt til að endurheimt votlendis reiknist ríkjum til tekna í baráttunni við loftslagsbreytingar. Næstu dagar munu ráða úrslitum um það hvort leiðtogar rúmlega 190 ríkja búi yfir festu og pólitískum kjarki sem dugar til að ná raunhæfu og haldgóðu samkomulagi í Kaupmannahöfn. Ef það bregst er hætt við að niðurstaðan verði grænþvottur, þ.e. að leiðtogarnir setji engar tölur á blað og skuldbindi sig ekki til raunhæfra aðgerða sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og samningaviðræður sigli í strand. Það má ekki gerast. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið. Frá því á loftslagsráðstefnunni á Balí árið 2007 hafa íslensk stjórnvöld lagt sig fram um að vera hluti af lausninni í samningaviðræðum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það var grundvallarbreyting á afstöðu Íslands. Við höfum skuldbundið okkur til þess að mæta kröfunni um að hlýnun fari ekki yfir 2°C á þessari öld. Þá tókum við stöðu við hlið Evrópusambandsins í samningaviðræðunum, af ábyrgð og festu, sem ég er mjög stolt af. Það er ábyrgðarhluti lands sem telst meðal ríkustu þjóða heims - bæði fyrir og eftir hrun - að leggja sitt af mörkum til þess að leysa loftslagsvandann. Við höfum sett okkur losunarmarkmið hér heima og einnig lagt til að endurheimt votlendis reiknist ríkjum til tekna í baráttunni við loftslagsbreytingar. Næstu dagar munu ráða úrslitum um það hvort leiðtogar rúmlega 190 ríkja búi yfir festu og pólitískum kjarki sem dugar til að ná raunhæfu og haldgóðu samkomulagi í Kaupmannahöfn. Ef það bregst er hætt við að niðurstaðan verði grænþvottur, þ.e. að leiðtogarnir setji engar tölur á blað og skuldbindi sig ekki til raunhæfra aðgerða sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og samningaviðræður sigli í strand. Það má ekki gerast. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Alþingis.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar