McDonalds hættir á Íslandi 26. október 2009 09:20 Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira