Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2026 21:02 Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt. Hljóðeinangrandi plötur njóta vaxandi vinsælda á heimilum landsins og eru algengar víðar líkt og á börum og á tónleikastöðum. Spurningar hafa vaknað um öryggi þeirra eftir mannskæðan eldsvoða í Sviss þar sem fjörutíu létust eftir að kviknaði í hljóðeinangrandi plötum í lofti kjallara skemmtistaðar. Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri segir skipta máli að kaupa efni sem uppfylli brunavarnarstaðla. „Allt getur brunnið á endanum, en að það sé tregbrennanlegt. Að það ýti ekki undir dreifingu eldsins. Það er auðvitað svona eins og þessi ullarskilrúm eins og þú getur sett á vegg, náttúrulega efni, þau eru náttúrulega betri. Svo eru önnur efni þar sem þú ert kominn með hálfgerðan svamp, einhver plastefni í svampinum, sem næra eldinn og brenna og bráðna.“ Fólk verði að kanna hvort efnin standist kröfur Hægt er að kaupa hljóðdempandi efni víða hér á landi, í hönnunar og byggingarvöruverslunum en líka erlendum netverslunum líkt og Temu. Þannig fylli sem dæmi sum hljóðdempandi efni kröfur fyrir gólf en ekki annars staðar. „Og snýr svo að allt öðru ef þú setur þetta á vegg, eða ég tala nú ekki um í loft. Síðan eru þessi efni, þú getur keypt það sem þér sýnist vera nákvæmlega eins en er bara miklu ódýrari á öðrum staðnum, en þú þarft að kíkja á það til hvers þetta er ætlað.“ Alltaf eigi að vera hægt að nálgast upplýsingar um það hvort hljóðdempandi efnin hafi verið metin með tilliti til eldvarna. „Og ef þú finnur ekki neitt um það varðandi það sem þú ert að spá í að kaupa þá er mjög ólíklegt að það sé nokkuð prófað.“ Birgir segir að slökkviliðið muni ráðast í úttekt á notkun hljóðdempandi efna á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að hlutirnir séu í þokkalegu lagi, auðvitað má alltaf betur gera en í kjölfar þess atburðar sem átti sér stað í Sviss er það auðvitað eitthvað sem við munum skoða og fara aðeins betur yfir.“ Slökkvilið Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Tengdar fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér. 2. janúar 2026 20:02 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hljóðeinangrandi plötur njóta vaxandi vinsælda á heimilum landsins og eru algengar víðar líkt og á börum og á tónleikastöðum. Spurningar hafa vaknað um öryggi þeirra eftir mannskæðan eldsvoða í Sviss þar sem fjörutíu létust eftir að kviknaði í hljóðeinangrandi plötum í lofti kjallara skemmtistaðar. Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri segir skipta máli að kaupa efni sem uppfylli brunavarnarstaðla. „Allt getur brunnið á endanum, en að það sé tregbrennanlegt. Að það ýti ekki undir dreifingu eldsins. Það er auðvitað svona eins og þessi ullarskilrúm eins og þú getur sett á vegg, náttúrulega efni, þau eru náttúrulega betri. Svo eru önnur efni þar sem þú ert kominn með hálfgerðan svamp, einhver plastefni í svampinum, sem næra eldinn og brenna og bráðna.“ Fólk verði að kanna hvort efnin standist kröfur Hægt er að kaupa hljóðdempandi efni víða hér á landi, í hönnunar og byggingarvöruverslunum en líka erlendum netverslunum líkt og Temu. Þannig fylli sem dæmi sum hljóðdempandi efni kröfur fyrir gólf en ekki annars staðar. „Og snýr svo að allt öðru ef þú setur þetta á vegg, eða ég tala nú ekki um í loft. Síðan eru þessi efni, þú getur keypt það sem þér sýnist vera nákvæmlega eins en er bara miklu ódýrari á öðrum staðnum, en þú þarft að kíkja á það til hvers þetta er ætlað.“ Alltaf eigi að vera hægt að nálgast upplýsingar um það hvort hljóðdempandi efnin hafi verið metin með tilliti til eldvarna. „Og ef þú finnur ekki neitt um það varðandi það sem þú ert að spá í að kaupa þá er mjög ólíklegt að það sé nokkuð prófað.“ Birgir segir að slökkviliðið muni ráðast í úttekt á notkun hljóðdempandi efna á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að hlutirnir séu í þokkalegu lagi, auðvitað má alltaf betur gera en í kjölfar þess atburðar sem átti sér stað í Sviss er það auðvitað eitthvað sem við munum skoða og fara aðeins betur yfir.“
Slökkvilið Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Tengdar fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér. 2. janúar 2026 20:02 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sprenging eftir að gestir opnuðu út Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér. 2. janúar 2026 20:02