Skuldir og framtíðin 24. ágúst 2009 06:00 Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar