Kreppa í Bretlandi 24. janúar 2009 02:30 Hagvöxtur dróst saman um 1,5 prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar frá í gær. Þetta bætist við 0,6 prósenta samdrátt á þriðja fjórðungi og er því kreppa komin að ströndum landsins, samkvæmt helstu skilgreiningum. Þetta er talsvert meira en markaðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn breska viðskiptablaðsins Financial Times. Búist er við að hagvöxtur dragist saman um 2,4 prósent á árinu öllu. Gangi það eftir hafa aðstæður ekki verið verri síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Gengisfall breska pundsins, sem hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í 23 ár, á sinn þátt í samdrættinum og bætist við gríðarlega erfiðar aðstæður á fjármagnsmörkuðum, að sögn blaðsins. Bretar hafa ekki staðið frammi fyrir jafnmiklum vanda í um 29 ár, eða síðan á öðru ári Margaretar Thatcher í stóli forsætisráðherra. Á meðal ráða hennar þá var að draga úr umsvifum hins opinbera í atvinnulífinu. Eitt af ráðum ríkisins nú hafi hins vegar falist í kaupum eða yfirtöku á heilu bönkunum og fjármálafyrirtækjunum og umfangsmikilli innspýtingu fjármagns inn í hagkerfið til að liðka fyrir flæði lánsfjár. - jab Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagvöxtur dróst saman um 1,5 prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar frá í gær. Þetta bætist við 0,6 prósenta samdrátt á þriðja fjórðungi og er því kreppa komin að ströndum landsins, samkvæmt helstu skilgreiningum. Þetta er talsvert meira en markaðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn breska viðskiptablaðsins Financial Times. Búist er við að hagvöxtur dragist saman um 2,4 prósent á árinu öllu. Gangi það eftir hafa aðstæður ekki verið verri síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Gengisfall breska pundsins, sem hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í 23 ár, á sinn þátt í samdrættinum og bætist við gríðarlega erfiðar aðstæður á fjármagnsmörkuðum, að sögn blaðsins. Bretar hafa ekki staðið frammi fyrir jafnmiklum vanda í um 29 ár, eða síðan á öðru ári Margaretar Thatcher í stóli forsætisráðherra. Á meðal ráða hennar þá var að draga úr umsvifum hins opinbera í atvinnulífinu. Eitt af ráðum ríkisins nú hafi hins vegar falist í kaupum eða yfirtöku á heilu bönkunum og fjármálafyrirtækjunum og umfangsmikilli innspýtingu fjármagns inn í hagkerfið til að liðka fyrir flæði lánsfjár. - jab
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent