Forstjórinn tekur poka sinn 24. janúar 2009 06:00 Forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch hefur verið sparkað vegna óráðsíu. Fréttablaðið/AFP Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina forstjóraskipta gekk yfir bandarískan fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem bankastjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 milljörðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi. Bank of America neyddist í kjölfarið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. - jab Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina forstjóraskipta gekk yfir bandarískan fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem bankastjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 milljörðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi. Bank of America neyddist í kjölfarið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. - jab
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira