LeBron James skaut Milwaukee í kaf 21. febrúar 2009 13:36 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt AP LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira