Segir Bretland og Sviss á barmi íslenskra örlaga 18. febrúar 2009 10:48 Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent