Framboð og eftirspurn Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 21. október 2009 06:00 Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun