Spákaupmenn ganga af göflunum í írsku skuldabraski 12. nóvember 2010 10:41 Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira