Búast má við að bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynni til sögunnar nýja gerð af iPad-spjaldtölvunni, að mati sérfræðinga. Fyrsta iPad-tölvan kom á markað í apríl á þessu ári.
Í netútgáfu tæknitímaritsins Computerworld í gær er ýmsum möguleikum velt upp sem gætu prýtt nýja tölvu. Vefmyndavél er þar efst á blaði. - jab