Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi 9. apríl 2010 06:00 Fólk hefur lagt leið sína að eldstöðvunum á ýmsum fararskjótum síðustu vikur – fjórhjólum, vélsleðum, jeppum og jafnvel vélhjólum.Fréttablaðið/pjetur Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira