Í frétt um málið á börsen.dk segir að að 1.100 starfsmenn Carlsberg hafi nú lagt niður vinnu sína þrátt fyrir skýrar yfirlýsingar frá stjórn brugghússins um að áframhaldandi verkfall muni hafa uppsagnir starfsmanna í för með sér.
Verkfallið hefur nú staðið frá 4. maí s.l. og því eru bjórtegundir þær sem Carlsberg framleiðir nær horfnar af öllum sölustöðum í Danmörku. „Ástandið bara versnar dag frá degi," segir Jens Bekke talsmaður Carlsberg.
Aðaltalsmaður verkamanna, Hans Andersen, segir að einu samræðurnar sem nú séu í gangi milli starfsmanna og stjórnar Carlsberg eru tilkynningar frá starfsmönnunum um að þeir mæti ekki til vinnu.