Tekjur dánarbús Jacksons nema milljarði dollara 22. júní 2010 07:10 Óhætt er að segja að erfingjar Michael Jacksons hafi grætt á tá og fingri frá því að poppkóngurinn lést fyrir ári síðan. Samkvæmt yfirliti sem tónlistartímaritið Billboard hefur unnið námu tekjur dánarbús Jacksons á þessu ári um einum milljarði dollara eða rúmlega 127 milljörðum króna. Þetta er um helmingi hærri upphæð en Jackson skuldaði þegar hann lést. Tekjur dánarbúsins eru einkum höfundarrétturinn af tónlist Jackson sem og sala á ýmsum varningi tengdum nafni hans. Erfingjar Jackson njóta góðs af hinu góða gengi poppkóngsins eftir andlátið en erfingjarnir eru móðir hans hin áttræða Katherine og börnin þrjú ásamt tveimur góðgerðarsamtökum. Dánarbúið hefur svo her á lögmönnum í sinni þjónustu sem standa að innheimtunni og passa upp á að engu sé stolið hvað varðar höfundarréttinn. Í tilefni af því að ár er liðið frá andláti Jackson verður minningarathöfn haldin um næstu helgi við Forest Lawn kirkjugarðinn í Los Angeles þar sem poppkóngurinn liggur grafinn. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Óhætt er að segja að erfingjar Michael Jacksons hafi grætt á tá og fingri frá því að poppkóngurinn lést fyrir ári síðan. Samkvæmt yfirliti sem tónlistartímaritið Billboard hefur unnið námu tekjur dánarbús Jacksons á þessu ári um einum milljarði dollara eða rúmlega 127 milljörðum króna. Þetta er um helmingi hærri upphæð en Jackson skuldaði þegar hann lést. Tekjur dánarbúsins eru einkum höfundarrétturinn af tónlist Jackson sem og sala á ýmsum varningi tengdum nafni hans. Erfingjar Jackson njóta góðs af hinu góða gengi poppkóngsins eftir andlátið en erfingjarnir eru móðir hans hin áttræða Katherine og börnin þrjú ásamt tveimur góðgerðarsamtökum. Dánarbúið hefur svo her á lögmönnum í sinni þjónustu sem standa að innheimtunni og passa upp á að engu sé stolið hvað varðar höfundarréttinn. Í tilefni af því að ár er liðið frá andláti Jackson verður minningarathöfn haldin um næstu helgi við Forest Lawn kirkjugarðinn í Los Angeles þar sem poppkóngurinn liggur grafinn.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira