Bretar, Svíar og Danir lána Írum beint 29. nóvember 2010 08:25 Bretar hafa samþykkt að lána Írum 3,2 milljarða punda, eða hátt í 600 milljarða kr. með tvíhliða lánasamningum. Svíar og Danir hafa ákveðið að lána Írum en þessi lán eru til hliðar við neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Í frétt um málið í Financial Times segir að George Osborne fjármálaráðherra Bretlands hafi auk þessa láns ákveðið að Bretar leggi til 2,6 milljarða punda í gegnum neyðaraðstoð ESB og 800 milljónir punda gegnum AGS. Í heild nema lán Breta til Íra því um 6,6 milljörðum punda eða um 1.200 milljörðum kr. „Við reiknum fastlega með að fá þetta fé endurgreitt," segir Osborne. Bretar eiga mikilla hagsmuna að gæta á Írlandi sökum þess að breskir bankar hafa veitt Írum umfangsmikil lán á undanförnum árum. Svíar muni lána Írum tæplega 600 milljónir evra eða um 92 milljarða kr. í gegnum tvíhliða lánasamninga og Danir munu leggja til rúmlega 300 milljónir evra. Fram kemur í Financial Times að af Norðurlöndunum eigi Danir mestra hagsmuna að gæta við að Írland haldi efnahagslegum stöðguleika sínum. Þetta er sökum þess að Danske Bank er með umfangsmikla bankastarfsemi á Írlandi í gegnum eignarhald sitt í National Irish Bank. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bretar hafa samþykkt að lána Írum 3,2 milljarða punda, eða hátt í 600 milljarða kr. með tvíhliða lánasamningum. Svíar og Danir hafa ákveðið að lána Írum en þessi lán eru til hliðar við neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Í frétt um málið í Financial Times segir að George Osborne fjármálaráðherra Bretlands hafi auk þessa láns ákveðið að Bretar leggi til 2,6 milljarða punda í gegnum neyðaraðstoð ESB og 800 milljónir punda gegnum AGS. Í heild nema lán Breta til Íra því um 6,6 milljörðum punda eða um 1.200 milljörðum kr. „Við reiknum fastlega með að fá þetta fé endurgreitt," segir Osborne. Bretar eiga mikilla hagsmuna að gæta á Írlandi sökum þess að breskir bankar hafa veitt Írum umfangsmikil lán á undanförnum árum. Svíar muni lána Írum tæplega 600 milljónir evra eða um 92 milljarða kr. í gegnum tvíhliða lánasamninga og Danir munu leggja til rúmlega 300 milljónir evra. Fram kemur í Financial Times að af Norðurlöndunum eigi Danir mestra hagsmuna að gæta við að Írland haldi efnahagslegum stöðguleika sínum. Þetta er sökum þess að Danske Bank er með umfangsmikla bankastarfsemi á Írlandi í gegnum eignarhald sitt í National Irish Bank.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira