Starfsmenn Starbucks í Bretlandi munu geta eignast hlutabréf í fyrirtækinu fyrir milljónir punda á næstu árum.
Með þessu hyggjast stjórnendur fyrirtækisins hvetja starfsmenn áfram til góðrar starfsemi fyrir fyrirtækið. Helmingnum af hlutabréfunum, sem til stendur að starfsmenn fái, verður deilt út í byrjun næsta ár en fjórðungi verður deilt út árið 2012 og öðrum fjórðungi ári seinna.
Stjórnendur Starbuck hafa glímt við töluverðan rekstrarvanda á undanförnum árum og hefur fjölda verslana verið lokað um allan heim. Nú virðast bjartari tímar hins vegar vera í vændum, að því er breska blaðið Guardian greinir frá.
Starfsmenn geta eignast hlut í Starbucks
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent
