Hrafn Kristjánsson: Ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 17:00 Hrafn Kristjánsson, nýr þjálfari karlaliðs KR. Mynd/Anton Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira