Lýðræði er grundvallarréttur 23. mars 2010 06:00 Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun