Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma gudsteinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 05:00 Hin 28 ára gamla Anna Chapman er sögð hafa hlotið langa þjálfun í njósnastarfsemi á vegum Rússa. Fréttablaðið/AP Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast." Erlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast."
Erlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira