Lifandi hænur rokseljast Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. ágúst 2010 08:00 Mynd/ afp. Verð á lifandi hænum hefur rokið upp í Bretlandi undanfarin ár. Ástæðan er aukin spurn heimila og smábænda eftir slíkum húsdýrum. „Fólk vill komast í betri tengsl við náttúruna og það eykur áhuga fólks," segir Shelley Sanders, sem vinnur á kjúklingabúi í Dorsetsýslu í Englandi. Hún segir við breska blaðið Daily Mail að býlið selji 300 lifandi hænur á mánuði. Mögulegt væri að selja mun fleiri hænur ef býlið gæti ræktað þær. Aðdáendur hænsna segja að það sé auðvelt að rækta þær og gaman að horfa á þær. En það sem skiptir eflaust mestu máli er að þær geta sparað manni pening. „Það er auðveldlega hægt að spara 180 pund á ári með þrjá kjúklinga í garðinum," segir Sanders. Upphæðin samsvarar tæpum 34 þúsund krónum. Sanders segir ástæðuna vera þá að hænurnar verpi á hverjum degi og maður þurfi því aldrei að kaupa eigin egg. Ein hæna kostar núna 15 pund, eða sem samsvarar um 2800 krónum íslenskum. Verðið var hins vegar rúmar 900 krónur fyrir tveimur árum síðan. Ætli maður hins vegar að fá hreinræktaðan fugl getur hann kostað um 7500 krónur. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á lifandi hænum hefur rokið upp í Bretlandi undanfarin ár. Ástæðan er aukin spurn heimila og smábænda eftir slíkum húsdýrum. „Fólk vill komast í betri tengsl við náttúruna og það eykur áhuga fólks," segir Shelley Sanders, sem vinnur á kjúklingabúi í Dorsetsýslu í Englandi. Hún segir við breska blaðið Daily Mail að býlið selji 300 lifandi hænur á mánuði. Mögulegt væri að selja mun fleiri hænur ef býlið gæti ræktað þær. Aðdáendur hænsna segja að það sé auðvelt að rækta þær og gaman að horfa á þær. En það sem skiptir eflaust mestu máli er að þær geta sparað manni pening. „Það er auðveldlega hægt að spara 180 pund á ári með þrjá kjúklinga í garðinum," segir Sanders. Upphæðin samsvarar tæpum 34 þúsund krónum. Sanders segir ástæðuna vera þá að hænurnar verpi á hverjum degi og maður þurfi því aldrei að kaupa eigin egg. Ein hæna kostar núna 15 pund, eða sem samsvarar um 2800 krónum íslenskum. Verðið var hins vegar rúmar 900 krónur fyrir tveimur árum síðan. Ætli maður hins vegar að fá hreinræktaðan fugl getur hann kostað um 7500 krónur.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira