Ráðuneyti ekki lögð niður Ásmundur Einar Daðason skrifar 18. september 2010 06:00 Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti. Því ber að fagna að Alþingi féllst ekki á að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Voru ákvæði þess efnis tekin út úr upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir þessari niðurstöðu enda í samræmi við umsagnir flestra þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir og í samræmi við niðurstöðu flokksráðs Vinstri-grænna. Því hefur verið haldið fram að það sé grundvallaratriði að rannsóknum á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu sé haldið aðskildu frá nýtingarsjónarmiðum. Á þetta sjónarmið er hægt að fallast en hér verður að stíga varlega til jarðar og ekki stuðla að nýju kerfi til hliðar við og úr tengslum við það sem við nú höfum. Í dag er sjálfstæði Hafrannsóknastofnunarinnar virt hvort sem menn eru sammála eða óssammála niðurstöðum hennar. Ég hef í það minnsta hvergi heyrt kvartað yfir afskiptum ráðherra af stofnuninni. Þótt ekkert sé fullkomið og þá ekki ástand fiskistofna við Íslandsstendur þá er það samt til muna betra en hjá næstu nágrönnum okkar í ESB. Stundum hefur það borið við að málefni eru keyrð áfram á frösum sem eru þegar betur er að gáð án nokkurs innihalds. Sem betur fer sá Alþingi í gegnum orðagljáfrið og samþykkti ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis enda engin frambærileg rök lögð fram málinu til stuðnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti. Því ber að fagna að Alþingi féllst ekki á að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Voru ákvæði þess efnis tekin út úr upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir þessari niðurstöðu enda í samræmi við umsagnir flestra þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir og í samræmi við niðurstöðu flokksráðs Vinstri-grænna. Því hefur verið haldið fram að það sé grundvallaratriði að rannsóknum á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu sé haldið aðskildu frá nýtingarsjónarmiðum. Á þetta sjónarmið er hægt að fallast en hér verður að stíga varlega til jarðar og ekki stuðla að nýju kerfi til hliðar við og úr tengslum við það sem við nú höfum. Í dag er sjálfstæði Hafrannsóknastofnunarinnar virt hvort sem menn eru sammála eða óssammála niðurstöðum hennar. Ég hef í það minnsta hvergi heyrt kvartað yfir afskiptum ráðherra af stofnuninni. Þótt ekkert sé fullkomið og þá ekki ástand fiskistofna við Íslandsstendur þá er það samt til muna betra en hjá næstu nágrönnum okkar í ESB. Stundum hefur það borið við að málefni eru keyrð áfram á frösum sem eru þegar betur er að gáð án nokkurs innihalds. Sem betur fer sá Alþingi í gegnum orðagljáfrið og samþykkti ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis enda engin frambærileg rök lögð fram málinu til stuðnings.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar