Fangageymslur lögreglunnar fullnýttar á Menningarnótt 22. ágúst 2010 11:48 Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður. Skroll-Fréttir Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður.
Skroll-Fréttir Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira