Trichet styður hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn 19. mars 2010 13:39 Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB) segir að hann styðji það að settar verði hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn. Trichet segir mikilvægt að þessi markaður sé ekki misnotaður til spákaupmennsku.Fjallað er um málið í Financial Times. Þar er haft eftir Trichet að hann sé sammála þeim sem segja að eftirlitsaðilar með markaðinum eigi að geta haft í höndunum skilvirkt regluverk sem geri þeim kleyft að rannsaka mála og samhæfa aðgerðir sínar. „Við þurfum meira gegnsæi á skuldatryggingamarkaðina og það þurfa fjárfestar einnig," segir Trichet.Trichet segir að forgangverkefni eigi að vera að koma á fót miðstöðvum þar sem viðskiptin eru samþykkt. Slíkt myndi aðstoða við að auka gegnsæið á skuldatryggingamarkaðinum og draga úr viðleitni til að taka mikla áhættu.Eftirlitsaðilar beggja vegna Atlantshafsins hafa rætt um það frá fjármálahruninu árið 2008 hvernig koma ætti böndum á skuldatryggingamarkaðinn. Enn sem komið er hefur ekkert áþreifanlegt gerst. Hinsvegar hefur Michael Barnier framkvæmdastjóri fyrir innri markað ESB nú lofað að rammalöggjöf verði sett fram fyrir haustið. Í henni verður sérstök áhersla lögð á regluverk í kringum skuldatryggingar á opinberum skuldum þjóða, það er ríkisskuldabréfum. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB) segir að hann styðji það að settar verði hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn. Trichet segir mikilvægt að þessi markaður sé ekki misnotaður til spákaupmennsku.Fjallað er um málið í Financial Times. Þar er haft eftir Trichet að hann sé sammála þeim sem segja að eftirlitsaðilar með markaðinum eigi að geta haft í höndunum skilvirkt regluverk sem geri þeim kleyft að rannsaka mála og samhæfa aðgerðir sínar. „Við þurfum meira gegnsæi á skuldatryggingamarkaðina og það þurfa fjárfestar einnig," segir Trichet.Trichet segir að forgangverkefni eigi að vera að koma á fót miðstöðvum þar sem viðskiptin eru samþykkt. Slíkt myndi aðstoða við að auka gegnsæið á skuldatryggingamarkaðinum og draga úr viðleitni til að taka mikla áhættu.Eftirlitsaðilar beggja vegna Atlantshafsins hafa rætt um það frá fjármálahruninu árið 2008 hvernig koma ætti böndum á skuldatryggingamarkaðinn. Enn sem komið er hefur ekkert áþreifanlegt gerst. Hinsvegar hefur Michael Barnier framkvæmdastjóri fyrir innri markað ESB nú lofað að rammalöggjöf verði sett fram fyrir haustið. Í henni verður sérstök áhersla lögð á regluverk í kringum skuldatryggingar á opinberum skuldum þjóða, það er ríkisskuldabréfum.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira