Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum 13. mars 2010 18:31 Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. Eins og kunnugt er ríkir alger óvissa um lögmæti gengistryggðra lána eftir að héraðsdómur dæmdi slíkt bílalán ólöglegt um miðjan febrúar. Ekkert bendir til þess að málið fái flýtimeðferð fyrir Hæstarétti, óvissunni verður því varla eytt fyrr en næsta vetur. Skiptar skoðanir voru um niðurstöðu Héraðsdóms. Eins og við mátti búast var Guðjón Rúnarsson talsmaður fjármálafyrirtækja óhress með niðurstöðu Héraðsdóms. Í Fréttablaðinu þann 15. febrúar kveðst hann "ganga út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán." Ekki er þetta þó í fullu samræmi við hans eigin orð í bréfi sem hann sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í apríl 2001 og fréttastofa er með afrit af. Bréfið er umsögn um nýtt frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu. Þar segir sami Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, eins og samtökin hétu þá, berum orðum að benda megi á: „að eins og lögin eru í dag (og verða að óbreyttu frumvarpi) er óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt." Umrædd lagagrein fór óbreytt inn í endanleg lög. Því virðist framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hafa verið sannfærður um það fyrir níu árum - að gengistrygging íslenskra lána væri ólögleg. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira
Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. Eins og kunnugt er ríkir alger óvissa um lögmæti gengistryggðra lána eftir að héraðsdómur dæmdi slíkt bílalán ólöglegt um miðjan febrúar. Ekkert bendir til þess að málið fái flýtimeðferð fyrir Hæstarétti, óvissunni verður því varla eytt fyrr en næsta vetur. Skiptar skoðanir voru um niðurstöðu Héraðsdóms. Eins og við mátti búast var Guðjón Rúnarsson talsmaður fjármálafyrirtækja óhress með niðurstöðu Héraðsdóms. Í Fréttablaðinu þann 15. febrúar kveðst hann "ganga út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán." Ekki er þetta þó í fullu samræmi við hans eigin orð í bréfi sem hann sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í apríl 2001 og fréttastofa er með afrit af. Bréfið er umsögn um nýtt frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu. Þar segir sami Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, eins og samtökin hétu þá, berum orðum að benda megi á: „að eins og lögin eru í dag (og verða að óbreyttu frumvarpi) er óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt." Umrædd lagagrein fór óbreytt inn í endanleg lög. Því virðist framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hafa verið sannfærður um það fyrir níu árum - að gengistrygging íslenskra lána væri ólögleg.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira