Næstum hundrað bankar á hliðina 2. júní 2010 09:00 Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum hefur tekið 78 banka yfir á árinu. Markaðurinn/AFP Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúðakaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamarkaðinum. Tryggingasjóðurinn tók yfir rúmlega 140 banka vestanhafs í fyrra og hefur það sem af er ári þurft að grípa inn í rekstur 78 til viðbótar. Þar af eru þret-tán þeirra sem sjóðurinn tók yfir í ár í Flórída, en þar var mesta hrunið á fasteignamarkaði. Þá eru sex þeirra í Kaliforníu og tveir í Nevada. Þeir fengu aðvörun frá fjármálayfirvöldum vestra vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Sheila Bair, forstjóri FDIC, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna um helgina, að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi 778 bankar í Bandaríkjunum átt í fjárhagsvandræðum. Búist er við að fleiri bankar fari á hliðina og verði hámarkinu náð síðar á árinu. Svipuðu máli gegnir um bankana fimm og aðra banka sem FDIC hefur tekið yfir en keppinautar keyptu þá nær samstundis í því augnamiði að víkka starfsemi sína út. - jab Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúðakaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamarkaðinum. Tryggingasjóðurinn tók yfir rúmlega 140 banka vestanhafs í fyrra og hefur það sem af er ári þurft að grípa inn í rekstur 78 til viðbótar. Þar af eru þret-tán þeirra sem sjóðurinn tók yfir í ár í Flórída, en þar var mesta hrunið á fasteignamarkaði. Þá eru sex þeirra í Kaliforníu og tveir í Nevada. Þeir fengu aðvörun frá fjármálayfirvöldum vestra vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Sheila Bair, forstjóri FDIC, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna um helgina, að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi 778 bankar í Bandaríkjunum átt í fjárhagsvandræðum. Búist er við að fleiri bankar fari á hliðina og verði hámarkinu náð síðar á árinu. Svipuðu máli gegnir um bankana fimm og aðra banka sem FDIC hefur tekið yfir en keppinautar keyptu þá nær samstundis í því augnamiði að víkka starfsemi sína út. - jab
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira