Í frétt um málið á Reuters segir að Dudley muni taka formlega við sem forstjóri BP þann 1. október n.k. Hayward segir í samtali við fréttamenn að hann telji ekki mögulegt fyrir BP að ná frekari árangri í Bandaríkjunum með hann sem forstjóra. Því sé bæði félaginu og honum fyrir bestu að hann láti af forstjórastarfinu.
Eins og áður hefur komið fram í fréttum mun Hayward fá yfir 2 milljarða kr. í starfslokgreiðslur og auk þess hefur BP útvegað honum toppstöðu hjá rússnesku dótturfélagi sínu.