Dönsk stjórnvöld gáfu nýlega sjónvarpsstöðvum leyfi til þess að nota svokallaða vöruísetningu (e. product placement) í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Vöruísetning er nokkurskonar falin auglýsing, þar sem vörumerki er sett á einhvern hlut sem er áberandi í mynd.
Sjónvarpsstöðin TV 2 er þessa dagana að skoða hvernig hægt sé að nýta sér þetta leyfi til þess að auka tekjur sjónvarpsstöðvarinnar og hve mikið sé hægt að auka tekjur á næsta ári.
Það er von á nokkrum ábata fyrir TV 2. Ráðgjafafyrirtækið Initiative Universal Media telur að sjónvarpsstöðin ætti að geta fengið um 9 milljónir danskra króna á hverju ári fyrir merkið á húfu Franks Hvam í danska sjónvarpsþættinum Trúður. Upphæðin nemur um 180 milljónum íslenskra króna. Þá ættu um 700 þúsund danskar krónur að fást fyrir merki á flatskjá sem er nokkuð áberandi í veðurfréttatímanum.
Søndagsavisen segir að framleiðendur og innflytjendur séu áhugasamir um þessa nýjung í markaðssetningu í Danmörku. Til dæmis hafi bæði Carlsberg bjórverksmiðjurnar og Toyota umboðið sagt að þessi möguleiki væri spennandi.
Húfa úr Trúði gæti gefið 180 milljónir af sér
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent


Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent


Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics
Viðskipti innlent