Norðmenn hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem bjóðast til að styðja Írland fjárhagslega en þá í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þetta kemur fram í viðtali EU Observer við Sigbjörn Johnsen fjármálaráðherra Noregs.
Sigbjörn segir að Noregur muni taka þátt í að fjármagna það lán sem veitt verður af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en einnig komi til greina að Noregur láni Írlandi beint eins og Bretar og Svíar hafa boðist til að gera.