Snæfellingar geta í kvöld jafnað sextán ára gamalt afrek Njarðvíkinga frá árinu 1994 þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn eftir að hafa unnið oddaleiki á útivelli í bæði undanúrslitum og lokaúrslitum.
Keflavík og Snæfell spila í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Njarðvíkingar fóru erfiðu leiðina að titlinum vorið 1994. Þeir lentu 1-0 undir á móti Keflavík í undanúrslitum en jöfnuðu einvígið á heimavelli og tryggðu sér síðan sæti í lokaúrslitunum með 98-91 sigri í oddaleik í Keflavík.
Njarðvík mætti síðan Grindavík í lokaúrslitum og lenti bæði 0-1 og 1-2 undir í úrslitaeinvíginu. Njarðvík jafnaði einvígið í 2-2 með öruggum 93-65 sigri á heimavelli og tryggði sér síðan titilinn með 68-67 sigri í oddaleiknum í Grindavík.
Snæfellingar eru áttunda liðið í sögu úrslitakeppninnar sem fer bæði í oddaleik í undanúrslitum og lokaúrslitum. Aðeins tvö þessara liða hafa unnið titilinn og í bæði skiptin höfðu andstæðingar þeirra einnig farið í gegnum oddaleik í undanúrslitum.
Lið sem fara í oddaleik í bæði undanúrslitum og lokaúrslitum:
Haukar 1985 - silfur
Undanúrslit: Haukar 76-74 (68-68) Valur
Lokaúrslit: Njarðvík 67-61 Haukar
Njarðvík 1988 - silfur
Undanúrslit: Njarðvík 81-71 Valur
Lokaúrslit: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar
Keflavík 1991 - silfur
Undanúrslit: Keflavík 86-80 KR
Lokaúrslit: Njarðvík 84-75 Keflavík
Keflavík 1992 - gull
Undanúrslit: Keflavík 87-73 KR
Lokaúrslit: Keflavík 77-68 Valur
Valur 1992 - silfur
Undanúrslit: Njarðvík 78-82 (73-73) Valur
Lokaúrslit: Keflavík 77-68 Valur
Njarðvík 1994 - gull
Undanúrslit: Keflavík 91-98 Njarðvík
Lokaúrslit: Grindavík 67-68 Njarðvík
Grindavík 1994 - silfur
Undanúrslit: Grindavík 94-77 ÍA
Lokaúrslit: Grindavík 67-68 Njarðvík
Undanúrslit: KR 83-93 Snæfell
Lokaúrslit: Keflavík ??-?? Snæfell