Með níu þúsund á tímann allan sólarhringinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:30 Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32