Bankabjörgun kostaði þrefalda landsframleiðslu Skotlands 11. febrúar 2010 09:39 Kostnaðurinn við að bjarga tveimur skoskum bönkum, Royal Bank of Scotland (RBS) og HBOS, nemur 470 milljörðum punda eða hinni stjarnfræðilegu tölu 94 þúsund milljörðum kr. Þetta er þreföld landsframleiðsla Skotlands.Fjallað er um málið í Times. Þar kemur fram að fyrrgreind upphæð sé sú fyrsta frá opinberum aðilum um hve mikið það kostaði að bjarga RBS og HBOS frá gjaldþroti í kreppunni. Upphæðin kemur fram í áliti pólitískt hlutlausar stofnunnar tengda skoska þinginu, Scottish Parliament Information Center. Reiknað er með að mikill meirihluti þessarar upphæðir rati aftur í breska ríkiskassann.Fram kemur að 470 milljarða punda séu meir en helmingur þeirra 753 milljarða punda sem bresk stjórnvöld hafa borgað til að halda bankakerfi sínu á floti í fjármálakreppunni.Upphæðin skiptist þannig að 70 milljarðar punda fóru í að kaupa hlutafé í bönkunum tveimur sem síðan er hægt að selja aftur. Kostnaður skattgreiðenda enginn.100 milljarðar punda fóru í sérstaka lausafjáraðstoð til að halda daglegum rekstri bankanna gangandi. Reiknað er með að þessu fjármagni verði skilað aftur.100 milljarðar punda fóru í lánatryggingar, sem tryggðu lán til fyrirtækja. Ekki er reiknað með að skattgreiðendur standi eftir með þann reikning svo framarlega sem að viðkomandi fyrirtæki fari ekki í gjaldþrot.200 milljarðar punda fóru í eignavernd, þ.e. að tryggja vafasamar eignir sem bankastjóri RBS, Fred Goodwin, hafði keypt á ferli sínum. RBS mun greiða tap af þessum eignum upp að 60 milljörðum punda. Ef ekki verður meira tap sleppa skattgreiðendur við að borga þennan brúsa. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kostnaðurinn við að bjarga tveimur skoskum bönkum, Royal Bank of Scotland (RBS) og HBOS, nemur 470 milljörðum punda eða hinni stjarnfræðilegu tölu 94 þúsund milljörðum kr. Þetta er þreföld landsframleiðsla Skotlands.Fjallað er um málið í Times. Þar kemur fram að fyrrgreind upphæð sé sú fyrsta frá opinberum aðilum um hve mikið það kostaði að bjarga RBS og HBOS frá gjaldþroti í kreppunni. Upphæðin kemur fram í áliti pólitískt hlutlausar stofnunnar tengda skoska þinginu, Scottish Parliament Information Center. Reiknað er með að mikill meirihluti þessarar upphæðir rati aftur í breska ríkiskassann.Fram kemur að 470 milljarða punda séu meir en helmingur þeirra 753 milljarða punda sem bresk stjórnvöld hafa borgað til að halda bankakerfi sínu á floti í fjármálakreppunni.Upphæðin skiptist þannig að 70 milljarðar punda fóru í að kaupa hlutafé í bönkunum tveimur sem síðan er hægt að selja aftur. Kostnaður skattgreiðenda enginn.100 milljarðar punda fóru í sérstaka lausafjáraðstoð til að halda daglegum rekstri bankanna gangandi. Reiknað er með að þessu fjármagni verði skilað aftur.100 milljarðar punda fóru í lánatryggingar, sem tryggðu lán til fyrirtækja. Ekki er reiknað með að skattgreiðendur standi eftir með þann reikning svo framarlega sem að viðkomandi fyrirtæki fari ekki í gjaldþrot.200 milljarðar punda fóru í eignavernd, þ.e. að tryggja vafasamar eignir sem bankastjóri RBS, Fred Goodwin, hafði keypt á ferli sínum. RBS mun greiða tap af þessum eignum upp að 60 milljörðum punda. Ef ekki verður meira tap sleppa skattgreiðendur við að borga þennan brúsa.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira