Í frétt um málið í Politikenb segir að samhliða því að starfsmennirnir ákváðu að binda endi á verkfall sitt muni samningaviðræður við stjórn Carlsberg hefjast eftir hádegið.
Hans Andersen trúnaðarmaður starfsmannanna segir að stjórn Carlsberg hafi lagt ný spil á borðið í gærdag og á grundvelli þeirra hafi verkfallinu verið aflýst.
Jens Bekke talsmaður Carlsberg segir að brugghúsið sé ánægt með að verkfallinu sé lokið og að Carlsberg geti nú að nýju ekið ölinu til viðskiptavina sinna.