Sigurjón Þ. vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" 12. apríl 2010 16:36 Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" þ.e. Landsbankanum um mitt ár 2008. Ræddi hann meðal annars þennan möguleika við Kjartan Gunnarsson varaformann stjórnar bankans. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um þetta segir að um mitt ár 2008 hafði Actavis ekki gengið sem skyldi og því var hætta á að eiginfjárhlutföll gætu fallið niður fyrir umsamin lágmörk fyrir lánum Deutsche Bank. Því leitaði aðaleigandi Actavis, Björgólfur Thor Björgólfsson, til Landsbankans um lánafyrirgreiðslu til þess að koma í veg fyrir að Deutsche Bank gjaldfelldi lán á Actavis. Samkvæmt lánasamningi dagsettum 25. júní 2008 átti Landsbanki Íslands í Lúxemborg að veita félaginu BeeTeeBee Ltd. 50 milljóna evra lán með fullri ábyrgð Landsbankans hf. BeeTeeBee Ltd. var félag í eigu Björgólfs Thors með aðsetur á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þremur mánuðum síðar, nánar tiltekið 30. september, var svo bætt við þennan lánasamning og lánið hækkað upp í 153 milljónir evra. Sá samningur var undirritaður af Tómasi O. Hanssyni fyrir hönd lánþega og Marinó Frey Sigurjónssyni fyrir hönd lánveitanda. Samkvæmt Sigurjóni Þ. Árnasyni var þetta lán veitt til BeeTeeBee til að félagið gæti lánað Actavis víkjandi langtímalán til að mæta kröfu Deutsche Bank um aukið eigið fé inn í félagið. Samkvæmt ábyrgðarsamningi dagsettum 30. september 2008 tók Landsbankinn veð í Novator Telecom Poland S.a.r.l. fyrir láninu. Því til viðbótar fékk Landsbankinn Björgólf Thor til að leggja fram ábyrgð Givenshire Equities S.a.r.l. félagsins fyrir skuldbindingum Björgólfs Guðmundssonar vegna sjálfskuldarábyrgðar á skuldbindingum Grettis Eignarhaldsfélags. Givenshire Equities S.a.r.l. hélt utan um eignarhlut Björgólfs í Samson eignarhaldsfélaginu. Sigurjón Þ. Árnason lýsti þessu svo í skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „Þá endar það þannig að það er þarna í síðustu vikunni, eitthvað svoleiðis, þá endar það þannig að við lánum Björgólfi Thor af okkar pening til þess að hann geti staðið við ákveðna hluti í Actavis, gegn því að hann láti okkur fá veð í seinni hlutanum í, láti pabba sinn fá veð, sem sagt, til þess að láta okkur fá þannig að Landsbankinn sé kominn með 100% veð í Samsoneignarhaldsfélagi. ....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis spurði Kjartan út í það samtal í skýrslutöku fyrir nefndinni sagði hann: „Já, ég kannast við að það hafi margt verið rætt við mig, og margt á þessum dögum, um marga hluti. En ég væri sem sagt að segja meira en ég treysti mér til þess að standa við ef ég fullyrti að hann hefði nákvæmlega sagt þetta. En ég kannast við nafnið á félögunum og kannast við þennan svona … þessa pakka alla." Hið 153 milljóna evra lán til BeeTeeBee Ltd. var flutt ásamt öðrum lánum frá Lúxemborg til Landsbankans á Íslandi í byrjun október. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" þ.e. Landsbankanum um mitt ár 2008. Ræddi hann meðal annars þennan möguleika við Kjartan Gunnarsson varaformann stjórnar bankans. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um þetta segir að um mitt ár 2008 hafði Actavis ekki gengið sem skyldi og því var hætta á að eiginfjárhlutföll gætu fallið niður fyrir umsamin lágmörk fyrir lánum Deutsche Bank. Því leitaði aðaleigandi Actavis, Björgólfur Thor Björgólfsson, til Landsbankans um lánafyrirgreiðslu til þess að koma í veg fyrir að Deutsche Bank gjaldfelldi lán á Actavis. Samkvæmt lánasamningi dagsettum 25. júní 2008 átti Landsbanki Íslands í Lúxemborg að veita félaginu BeeTeeBee Ltd. 50 milljóna evra lán með fullri ábyrgð Landsbankans hf. BeeTeeBee Ltd. var félag í eigu Björgólfs Thors með aðsetur á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þremur mánuðum síðar, nánar tiltekið 30. september, var svo bætt við þennan lánasamning og lánið hækkað upp í 153 milljónir evra. Sá samningur var undirritaður af Tómasi O. Hanssyni fyrir hönd lánþega og Marinó Frey Sigurjónssyni fyrir hönd lánveitanda. Samkvæmt Sigurjóni Þ. Árnasyni var þetta lán veitt til BeeTeeBee til að félagið gæti lánað Actavis víkjandi langtímalán til að mæta kröfu Deutsche Bank um aukið eigið fé inn í félagið. Samkvæmt ábyrgðarsamningi dagsettum 30. september 2008 tók Landsbankinn veð í Novator Telecom Poland S.a.r.l. fyrir láninu. Því til viðbótar fékk Landsbankinn Björgólf Thor til að leggja fram ábyrgð Givenshire Equities S.a.r.l. félagsins fyrir skuldbindingum Björgólfs Guðmundssonar vegna sjálfskuldarábyrgðar á skuldbindingum Grettis Eignarhaldsfélags. Givenshire Equities S.a.r.l. hélt utan um eignarhlut Björgólfs í Samson eignarhaldsfélaginu. Sigurjón Þ. Árnason lýsti þessu svo í skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „Þá endar það þannig að það er þarna í síðustu vikunni, eitthvað svoleiðis, þá endar það þannig að við lánum Björgólfi Thor af okkar pening til þess að hann geti staðið við ákveðna hluti í Actavis, gegn því að hann láti okkur fá veð í seinni hlutanum í, láti pabba sinn fá veð, sem sagt, til þess að láta okkur fá þannig að Landsbankinn sé kominn með 100% veð í Samsoneignarhaldsfélagi. ....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis spurði Kjartan út í það samtal í skýrslutöku fyrir nefndinni sagði hann: „Já, ég kannast við að það hafi margt verið rætt við mig, og margt á þessum dögum, um marga hluti. En ég væri sem sagt að segja meira en ég treysti mér til þess að standa við ef ég fullyrti að hann hefði nákvæmlega sagt þetta. En ég kannast við nafnið á félögunum og kannast við þennan svona … þessa pakka alla." Hið 153 milljóna evra lán til BeeTeeBee Ltd. var flutt ásamt öðrum lánum frá Lúxemborg til Landsbankans á Íslandi í byrjun október.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira