House of Fraser mun í þessari viku setja á markað vörumerkið Biba að nýju, en fyrirtækið keypti vörumerkið í nóvember á síðasta ári.
Föt merkt Biba verða til sölu í verslun House of Fraser á Oxfordstræti á miðvikudaginn og í öðrum verslunum fatakeðjunnar daginn eftir. Fyrirsætan Daisy Lowe verður andlit vörumerkisins.
Biba vörumerkið var fyrst sett á markað árið 1964 og naut fljótt vinsælda hjá stórstjörnum á borð við Mick Jagger og Bítlunum.
