Í frétt á vefsíðunni epn.dk segir að Brian Mikkelsen efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur muni leggja fram frumvarp á danska þinginu um þetta mál á morgun, miðvikudag.
Til styttri tíma litið er ríkisábyrgðinni ætlað að létta á lausafjárskorti hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum sem skapaðist eftir að danska flugstjórnarsvæðinu var ítekað lokað í síðasta mánuði.
Samkvæmt frumvarpinu munu bankar og lánastofanir sem lán flugfélögunum og ferðaskrifstofunum fá ríkisábyrgð sem nemur 80% af lánsupphæðinni. Á móti mun danska ríkið fá fasta greiðslu árlega frá flugfélögunum og ferðaskrifstofunum og verður sú greiðsla eitt prósent af lánsupphæðinn.