Umfjöllun: Njarðvík sló Stjörnuna út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2010 20:48 Teitur tapaði gegn sínu gamla félagi í kvöld. Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 28 stig fyrir Njarðvík, Christopher Smith var með 22 stig og Rúnar Ingi Erlingsson skoraði 15 stig. Jovan Zdravevski var með 29 stig fyrir Stjörnunar og Marvin Valdimarsson skoraði 27 stig. Justin Shouse var aðeins með 6 stig í fyrstu þremur leikhlutanum en skoraði 21 stig í lokaleikhlutanum. Njarðvíkingar voru frumkvæðið allan tímann og náðu mest upp 25 stiga forskoti en Stjörnumenn náðu að laga stöðuna í lokaleikhlutanum eftir að hafa spilað andlausir fyrstu 30 mínúturnar í leiknum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, voru komnir tíu stigum (16-6) eftir sex mínútur og vorum sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-18. Stjörnumenn náði að vinna upp muninn og komast einu stigi yfir í öðrum leikhlutanum en frábær 19-6 sprettur Njarðvíkur í lok fyrri hálfeiks með Jóhanns Árna Ólafsson (10 af 19 stigum) í broddi fylkingar skilaði liðinu þrettán stiga forustu í hálfleik, 52-39. Njarðvíkingar og Jóhann stigu ekki af bensíngjöfinni í upphafi þriðja leikhluta og gengu nánast frá leiknum með því að skora 14 af 16 fyrstu stigum hálfleiksins og ná upp 25 stiga forskoti, 66-41. Stjörnumenn komu muninum niður í 17 stig fyrir lokaleikhlutann, 74-57 og ennfremur niður í tólf stig með því að skora fimm fyrstu stig fjórða leikhlutans. Stjörnumenn vöknuðu hinsvegar alltof seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin og í lokin skildu sextán stig að liðin. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, sóttu hratt á Stjörnumenn við hvert tækifæri og leituðu mikið inn í teig á þá Friðrik Stefánsson og Christopher Smith. Það reyndist liðinu vel og Stjörnuvörnin opnaðist hvað eftir annað. Njarðvík komst í 4-0, 11-4 og 16-6 en það var helst Marvin Valdimarsson sem var að halda stirðum sóknarleik Stjörnunnar gangandi með áræðni sinni og 10 stigum í fyrsta leikhlutanum. Rúnar Ingi Erlingsson stýrði Njarðvíkursókninni með glæsibrag í fyrsta leikhlutanum og skoraði að auki 7 stig. Njarðvíkurliðið var síðan með sjö stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 25-18 og munaði þar líka mikið um að gestirnir unnu fráköstin 15-7 í leikhlutanum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tók sína menn aðeins í gegn milli leikhluta og hans menn voru fljótir að stimpla sig aftur inn í leikinn. Það tók Stjörnumenn aðeins 40 sekúndur að minnka muninn í eitt stig því þeir byrjuðu annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista. Stjörnumenn komust síðan yfir í 28-27 með körfu frá Ólafi Ingvasyni sem leysti Justin Shouse af í tæpar sex mínútur sem Stjörnuliðið vann 13-8. Það gekk hinsvegar lítið hjá Justin sem sést vel á því að Stjarnan tapaði þeim 14 mínútum sem hann spilaði með hálfleiknum með 18 stigum (26-44). Njarðvík náði þó fljótt aftur frumkvæðinu og náði síðan frábærum endaspretti í lok hálfleiksins sem skilaði liðinu 13 stiga forskoti í hálfleik, 52-39. Jóhann Árni Ólafsson kom með mikinn kraft af bekknum í öðrum leikhlutanum. Hann kom inn á í stöðunni 33-33 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir og leiddi 19-6 sprett Njarðvíkurliðsins í lok fyrri hálfleiks. Jóhann skoraði 10 af þessum 19 stigum og var því kominn með fimmtán stig í hálfleiknum. Njarðvíkurliðið var ekkert búið að taka fótinn af bensíngjöfinni þegar siðari hálfleikurinn hófst og juku muninn strax upp í 20 stig. Teitur örlygsson greip til þess ráðs að taka leikhlé eftir þegar aðeisn 2:43 voru liðnar af leikhlutanum. Það dugði skammt því Jóhann setti niður næstu fimm stig, var því kominn með 22 stig og Njarðvík 25 stigum yfir, 66-41. Marvin skoraði þrjár körfur í röð fyrir Stjörnuna á tveggja mínútna kafla og fékk víti að auki í öllum þremur tilfellum Hann virtist þarna vera sá eini með lífsmarki í sókninni og átti mikinn þátt í því að munurinn var bara 17 stig, 74-57, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið skoraði fimm fyrstu stigin í fjórða og munurinn var allt í einu orðin tólf stig og það stefndi allt í einu smá spennu á lokamínútunum. Jovan Zdravevski skoraði 8 stig á fyrstu þremur mínútnum í fjórða leikhlutanum og kveikti um leið í stemmningunni á pöllunum en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn vöknuðu of seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin. Njarðvíkingar sigldu skútunni heim og fögnuðu frábærum sigri og sæti í sextán liða úrslitunum. Stjarnan-Njarðvík 94-110 (18-25, 21-27, 18-22, 37-36) Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 29/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 27/6 fráköst, Justin Shouse 27/4 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 5, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Guðjón Lárusson 2.Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 28/5 fráköst, Christopher Smith 22/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 15, Lárus Jónsson 12/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8/4 fráköst, Páll Kristinsson 8/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 6, Egill Jónasson 5, Kristján Rúnar Sigurðsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 28 stig fyrir Njarðvík, Christopher Smith var með 22 stig og Rúnar Ingi Erlingsson skoraði 15 stig. Jovan Zdravevski var með 29 stig fyrir Stjörnunar og Marvin Valdimarsson skoraði 27 stig. Justin Shouse var aðeins með 6 stig í fyrstu þremur leikhlutanum en skoraði 21 stig í lokaleikhlutanum. Njarðvíkingar voru frumkvæðið allan tímann og náðu mest upp 25 stiga forskoti en Stjörnumenn náðu að laga stöðuna í lokaleikhlutanum eftir að hafa spilað andlausir fyrstu 30 mínúturnar í leiknum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, voru komnir tíu stigum (16-6) eftir sex mínútur og vorum sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-18. Stjörnumenn náði að vinna upp muninn og komast einu stigi yfir í öðrum leikhlutanum en frábær 19-6 sprettur Njarðvíkur í lok fyrri hálfeiks með Jóhanns Árna Ólafsson (10 af 19 stigum) í broddi fylkingar skilaði liðinu þrettán stiga forustu í hálfleik, 52-39. Njarðvíkingar og Jóhann stigu ekki af bensíngjöfinni í upphafi þriðja leikhluta og gengu nánast frá leiknum með því að skora 14 af 16 fyrstu stigum hálfleiksins og ná upp 25 stiga forskoti, 66-41. Stjörnumenn komu muninum niður í 17 stig fyrir lokaleikhlutann, 74-57 og ennfremur niður í tólf stig með því að skora fimm fyrstu stig fjórða leikhlutans. Stjörnumenn vöknuðu hinsvegar alltof seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin og í lokin skildu sextán stig að liðin. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, sóttu hratt á Stjörnumenn við hvert tækifæri og leituðu mikið inn í teig á þá Friðrik Stefánsson og Christopher Smith. Það reyndist liðinu vel og Stjörnuvörnin opnaðist hvað eftir annað. Njarðvík komst í 4-0, 11-4 og 16-6 en það var helst Marvin Valdimarsson sem var að halda stirðum sóknarleik Stjörnunnar gangandi með áræðni sinni og 10 stigum í fyrsta leikhlutanum. Rúnar Ingi Erlingsson stýrði Njarðvíkursókninni með glæsibrag í fyrsta leikhlutanum og skoraði að auki 7 stig. Njarðvíkurliðið var síðan með sjö stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 25-18 og munaði þar líka mikið um að gestirnir unnu fráköstin 15-7 í leikhlutanum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tók sína menn aðeins í gegn milli leikhluta og hans menn voru fljótir að stimpla sig aftur inn í leikinn. Það tók Stjörnumenn aðeins 40 sekúndur að minnka muninn í eitt stig því þeir byrjuðu annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista. Stjörnumenn komust síðan yfir í 28-27 með körfu frá Ólafi Ingvasyni sem leysti Justin Shouse af í tæpar sex mínútur sem Stjörnuliðið vann 13-8. Það gekk hinsvegar lítið hjá Justin sem sést vel á því að Stjarnan tapaði þeim 14 mínútum sem hann spilaði með hálfleiknum með 18 stigum (26-44). Njarðvík náði þó fljótt aftur frumkvæðinu og náði síðan frábærum endaspretti í lok hálfleiksins sem skilaði liðinu 13 stiga forskoti í hálfleik, 52-39. Jóhann Árni Ólafsson kom með mikinn kraft af bekknum í öðrum leikhlutanum. Hann kom inn á í stöðunni 33-33 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir og leiddi 19-6 sprett Njarðvíkurliðsins í lok fyrri hálfleiks. Jóhann skoraði 10 af þessum 19 stigum og var því kominn með fimmtán stig í hálfleiknum. Njarðvíkurliðið var ekkert búið að taka fótinn af bensíngjöfinni þegar siðari hálfleikurinn hófst og juku muninn strax upp í 20 stig. Teitur örlygsson greip til þess ráðs að taka leikhlé eftir þegar aðeisn 2:43 voru liðnar af leikhlutanum. Það dugði skammt því Jóhann setti niður næstu fimm stig, var því kominn með 22 stig og Njarðvík 25 stigum yfir, 66-41. Marvin skoraði þrjár körfur í röð fyrir Stjörnuna á tveggja mínútna kafla og fékk víti að auki í öllum þremur tilfellum Hann virtist þarna vera sá eini með lífsmarki í sókninni og átti mikinn þátt í því að munurinn var bara 17 stig, 74-57, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið skoraði fimm fyrstu stigin í fjórða og munurinn var allt í einu orðin tólf stig og það stefndi allt í einu smá spennu á lokamínútunum. Jovan Zdravevski skoraði 8 stig á fyrstu þremur mínútnum í fjórða leikhlutanum og kveikti um leið í stemmningunni á pöllunum en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn vöknuðu of seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin. Njarðvíkingar sigldu skútunni heim og fögnuðu frábærum sigri og sæti í sextán liða úrslitunum. Stjarnan-Njarðvík 94-110 (18-25, 21-27, 18-22, 37-36) Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 29/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 27/6 fráköst, Justin Shouse 27/4 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 5, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Guðjón Lárusson 2.Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 28/5 fráköst, Christopher Smith 22/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 15, Lárus Jónsson 12/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8/4 fráköst, Páll Kristinsson 8/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 6, Egill Jónasson 5, Kristján Rúnar Sigurðsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira