Pálmi Freyr: Þvílíkur tímapunktur að eiga okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2010 22:29 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum en hann vann einnig titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi var með 10 stig í kvöld. „Þetta er nánast orðinn árlegur viðburður hjá mér að verða meistari en þetta er alltaf jafn yndisleg tilfinning," sagði Pálmi. „Ég held að þetta hafi besti leikurinn okkar í vetur og þetta var þvílíkur tímapunktur fyrir okkur að eiga okkar besta leik. Það er ótrúlegt að ná því í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það sýnir bara hvað við erum góðir og við stígum upp þegar við þurfum á því að halda," sagði Pálmi. „Þetta var mjög erfið leið sem við þurfum að fara en við erum með breitt bak. Við unnum KR á útivelli og þessir strákar eins og Siggi, Hlynur og Nonni eru búnir að ganga í gegnum svo margt saman. Það var bara kominn tími á þetta hjá þeim," sagði Pálmi. „Við erum með frábært lið og það voru allir að standa sig vel í dag. Það skipti ekki máli hver kom inn af bekknum því það voru allir að spila þvílíka vörn og svo settum við skotin okkar ofan í. Sóknarleikurinn okkar bara allt annar en í leik fjögur," sagði Pálmi. „Ég vissi að við værum með mannskap sem gæti farið alla leið en það var mikið um meiðsli og við vorum að fá útlendingana seint inn. Þetta leit kannski ekki vel út hjá okkur um tíma en maður missti aldrei vonina," sagði Pálmi sem virtist vera frá út tímabilið í kringum áramót en kom svo sterkur inn til baka. „Það var búið að afskrifa mig út tímabilið en skyndilega var bakið orðið gott. Ég hef enga skýringu á því en það var bara frábært. Ég var orðinn góður fyrir bikarúrslitaleikinn og ætlaði ekki að missa af því og ætlaði heldur ekki að missa af því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er frábær tilfinning. Þetta er alveg meiriháttar, þetta er búin að vera frábær úrslitakeppni og þetta er toppurinn á þessu tímabili," sagði Pálmi að lokum.. Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum en hann vann einnig titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi var með 10 stig í kvöld. „Þetta er nánast orðinn árlegur viðburður hjá mér að verða meistari en þetta er alltaf jafn yndisleg tilfinning," sagði Pálmi. „Ég held að þetta hafi besti leikurinn okkar í vetur og þetta var þvílíkur tímapunktur fyrir okkur að eiga okkar besta leik. Það er ótrúlegt að ná því í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það sýnir bara hvað við erum góðir og við stígum upp þegar við þurfum á því að halda," sagði Pálmi. „Þetta var mjög erfið leið sem við þurfum að fara en við erum með breitt bak. Við unnum KR á útivelli og þessir strákar eins og Siggi, Hlynur og Nonni eru búnir að ganga í gegnum svo margt saman. Það var bara kominn tími á þetta hjá þeim," sagði Pálmi. „Við erum með frábært lið og það voru allir að standa sig vel í dag. Það skipti ekki máli hver kom inn af bekknum því það voru allir að spila þvílíka vörn og svo settum við skotin okkar ofan í. Sóknarleikurinn okkar bara allt annar en í leik fjögur," sagði Pálmi. „Ég vissi að við værum með mannskap sem gæti farið alla leið en það var mikið um meiðsli og við vorum að fá útlendingana seint inn. Þetta leit kannski ekki vel út hjá okkur um tíma en maður missti aldrei vonina," sagði Pálmi sem virtist vera frá út tímabilið í kringum áramót en kom svo sterkur inn til baka. „Það var búið að afskrifa mig út tímabilið en skyndilega var bakið orðið gott. Ég hef enga skýringu á því en það var bara frábært. Ég var orðinn góður fyrir bikarúrslitaleikinn og ætlaði ekki að missa af því og ætlaði heldur ekki að missa af því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er frábær tilfinning. Þetta er alveg meiriháttar, þetta er búin að vera frábær úrslitakeppni og þetta er toppurinn á þessu tímabili," sagði Pálmi að lokum..
Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira