Forráðamenn Facebook netsíðunnar hafa boðað til blaðamannafundar síðdegis í dag. Talið er að kynna eigi umfangsmiklar breytingar á útliti síðunnar.
Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að Facebook hafi iðjulega breytt síðunni og aukið valmöguleika á henni án þess að kynna það sérstaklega fyrirfram nema á síðunni sjálfri.
Síðasta breytingin var þjónustan Facebook Places þar sem notendur geta gefið upp hvar þeir eru staddir í gegnum farsíma. Talið er að breytingarnar sem kynna á í dag muni meðal annars vera byggðar á áframhaldandi þróun á Facebok Places.