GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns 26. ágúst 2010 13:26 Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. Einnig hefur fyrirtækið farið fram á það við Umboðsmann Alþingis hann „kanni og fari yfir stjórnsýslulega meðferð málsins sem og lagalegar heimildir að baki störfum rannsóknarnefndarinnar enda ljóst að niðurstaða nefndarinnar getur ekki haft nokkur áhrif á viðskipti milli einkaaðila og framkvæmdavaldið getur ekki aðhafast með lögmætum hætti gagnvart þeim einkaaðilum sem um ræðir á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar." „Geysir Green Energy vill jafnframt geta þess að félagið er þess fullvisst að hagstæðasta tilboði í hlutafé HS Orku hafi verið tekið í kjölfar söluferlis hvar nokkrir aðilar skoðuðu kaup á hlut félagsins í HS Orku," segir ennfremur í tilkynningunni auk þess sem félagið segist fullvisst um að viðskiptin við Magma Energy séu að öllu leyti í samræmi við gildandi lög. Þá segir einnig að Geysir Green Energy harmi það „upphlaup sem efnt hefur verið til nú í tengslum við einkavæðingu HS Orku sem hófst fyrir um 3 árum síðan. Geysir Green Energy harmar jafnframt þær neikvæðu móttökur sem fyrsti erlendi fjárfestirinn eftir hrun hér á Íslandi fær af hálfu stjórnvalda. Ljóst er að endurreisn íslensk efnahagslífs mun ekki eiga sér stað án aðkomu erlends fjármagns og frekari uppbyggging orkugeirans á Íslandi er ekki raunhæfur kostur nema með auknu eigin fé til orkufyrirtækjanna." Skroll-Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. Einnig hefur fyrirtækið farið fram á það við Umboðsmann Alþingis hann „kanni og fari yfir stjórnsýslulega meðferð málsins sem og lagalegar heimildir að baki störfum rannsóknarnefndarinnar enda ljóst að niðurstaða nefndarinnar getur ekki haft nokkur áhrif á viðskipti milli einkaaðila og framkvæmdavaldið getur ekki aðhafast með lögmætum hætti gagnvart þeim einkaaðilum sem um ræðir á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar." „Geysir Green Energy vill jafnframt geta þess að félagið er þess fullvisst að hagstæðasta tilboði í hlutafé HS Orku hafi verið tekið í kjölfar söluferlis hvar nokkrir aðilar skoðuðu kaup á hlut félagsins í HS Orku," segir ennfremur í tilkynningunni auk þess sem félagið segist fullvisst um að viðskiptin við Magma Energy séu að öllu leyti í samræmi við gildandi lög. Þá segir einnig að Geysir Green Energy harmi það „upphlaup sem efnt hefur verið til nú í tengslum við einkavæðingu HS Orku sem hófst fyrir um 3 árum síðan. Geysir Green Energy harmar jafnframt þær neikvæðu móttökur sem fyrsti erlendi fjárfestirinn eftir hrun hér á Íslandi fær af hálfu stjórnvalda. Ljóst er að endurreisn íslensk efnahagslífs mun ekki eiga sér stað án aðkomu erlends fjármagns og frekari uppbyggging orkugeirans á Íslandi er ekki raunhæfur kostur nema með auknu eigin fé til orkufyrirtækjanna."
Skroll-Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira