Ósvífni FÉKKST Ragnar Þór Pétursson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Stjórn FÉKKST (sem er félag trúarbragða- og siðfræðikennara) hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að tillögur þær sem eru til umfjöllunar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, um skarpari skil milli kennslu og boðunar, vegi að faglegum heiðri kennara. Nú er ég kennari í Reykjavík og vil sem slíkur gera athugasemd við þann málflutning. Ég tel að stjórn FÉKKST hafi með þessu skipað sér í lið með hópi fólks, ásamt m.a. biskupi Íslands, sem vísvitandi skrumskælir tillögur mannréttindanefndar. Tilgangurinn er að gera þær tortryggilegri en þær eru í raun. Slík vinnubrögð geta með engu móti kallast fagleg og fela í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart kennarastéttinni. Í tillögunum felst eftirfarandi: 1) að fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma, 2) að kynning trúfélaga á sjálfum sér fari ekki fram í skólum, 3) að trúfélög hafi ekki aðgang að skólum í því skyni að afhenda trúarleg rit, 4) að húsnæði skóla sé ekki samnýtt með trúarlegu starfi á skólatíma, 5) að nemendur fari ekki í kirkjur, taki þátt í sálmasöng eða stundi listsköpun í trúarlegum tilgangi, 6) að trúfélög eigi ekki þátttakendur í áfallateymum skóla. Loks er hnýtt aftan við að ekki sé verið að banna hefðbundið hátíðarstarf skólanna. Það er alvarlegt mál ef stjórn FÉKKST telur að trúarbragðakennurum sé illa unnt að starfa innan þess ramma sem þessi tilmæli kveða á um. Vissulega má færa rök fyrir því að það megi teljast róttækt að banna heimsóknir fulltrúa trúfélaga í skóla, sérstaklega þar sem slíkar heimsóknir gætu hæglega talist liður í faglegri kennslu – alveg eins og heimsóknir fjölmargra annarra fulltrúa samfélagshópa. Slíkt bann mætti að ósekju endurskoða en þá aðeins að þjóðkirkjan (sem vissulega er það trúfélag sem langmest hefur heimsótt skólana) nýti þær heimsóknir til kynningar á sjálfri sér, en ekki til boðunar eða eigin kennslu. Mikil brögð hafa nefnilega verið að því. Það alvarlega við ályktun stjórnar FÉKKST er að samtökin sjálf virðast ekki gera þann eðlilega og sjálfsagða greinarmun á boðun og fræðslu sem faglegar kröfur leggja á herðar þeim. Stjórnin kvartar sérstaklega yfir því að mega ekki lengur hnýta saman listsköpun og trúarbragðafræðslu. Stjórnin telur sum sé fimmta liðinn hér að ofan sérlega skæðan. Þó er tekið skýrt fram að listsköpun, sálmasöngur og kirkjuheimsóknir skuli ekki fara fram í trúarlegum tilgangi. Og þegar maður gerir eitthvað í trúarlegum tilgangi þá er maður sjálfkrafa farinn að ástunda viðkomandi trúarbrögð. Nýlega fór fram í skólanum mínum kennsla um manndómsvígslur víða um heim. Nemendur horfðu á myndbönd, hlustuðu á fræðslu og settu meira að segja á svið einfalda manndómsvígslu. Sú sviðsetning var að sjálfsögðu ekki gerð í þeim tilgangi að gera nemendurna að fullorðnu fólki. Sviðsetningin var eingöngu hluti af fjölbreyttum kennsluháttum sem nýttu sköpunarkraft og starfsgleði nemendanna til hins ítrasta. Og þótt nemendum þættu manndómsvígslurnar sumpart framandi og jafnvel kjánalegar þá tókst með faglegri og góðri kennslu að fræðast um þetta allt á nærgætinn og virðingarverðan hátt. Sá kennari sem vill láta nemendur syngja sálma í trúarlegum tilgangi, þ.e. af fullri alvöru og sem þátt í iðkun trúarbragðanna – sá kennari gengur of langt. Hann fer á svig við mannréttindi barnanna og foreldra þeirra, alveg óháð því hvort slíkt væri gert í þökk meirihluta foreldranna. Trúariðkun á einfaldlega annan vettvang í trúfrjálsu samfélagi. Skólinn er ekki lengur hirðir safnaðarins. Skyldur foreldra eru ríkari og traust til þeirra aukið. Það er ekki lengur svo að skóli helli lýsi ofan í börn, setji þau í sólbað eða láti þau fara með bænir. Eftir sem áður hafa kennarar á valdi sínu allar þær kennsluaðferðir sem faglegar geta talist. Þeir geta frætt börnin um bænir og sálma og kennt þeim hvorttveggja, þeir geta sýnt börnunum trúarlega list og látið þau stæla hana. Og þeir geta beint sjónum að öllu litrófi mannlífsins og margvíslegum trúarbrögðum. Það sem þeir geta hinsvegar ekki gert er að leiða börnin í trúarlegu starfi. Þeir geta ekki stundað átrúnað í skólanum. Og sá sem heldur því fram að bann við slíku stangist á við fagmennsku kennara, hann gerir kennurum öllum skömm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stjórn FÉKKST (sem er félag trúarbragða- og siðfræðikennara) hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að tillögur þær sem eru til umfjöllunar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, um skarpari skil milli kennslu og boðunar, vegi að faglegum heiðri kennara. Nú er ég kennari í Reykjavík og vil sem slíkur gera athugasemd við þann málflutning. Ég tel að stjórn FÉKKST hafi með þessu skipað sér í lið með hópi fólks, ásamt m.a. biskupi Íslands, sem vísvitandi skrumskælir tillögur mannréttindanefndar. Tilgangurinn er að gera þær tortryggilegri en þær eru í raun. Slík vinnubrögð geta með engu móti kallast fagleg og fela í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart kennarastéttinni. Í tillögunum felst eftirfarandi: 1) að fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma, 2) að kynning trúfélaga á sjálfum sér fari ekki fram í skólum, 3) að trúfélög hafi ekki aðgang að skólum í því skyni að afhenda trúarleg rit, 4) að húsnæði skóla sé ekki samnýtt með trúarlegu starfi á skólatíma, 5) að nemendur fari ekki í kirkjur, taki þátt í sálmasöng eða stundi listsköpun í trúarlegum tilgangi, 6) að trúfélög eigi ekki þátttakendur í áfallateymum skóla. Loks er hnýtt aftan við að ekki sé verið að banna hefðbundið hátíðarstarf skólanna. Það er alvarlegt mál ef stjórn FÉKKST telur að trúarbragðakennurum sé illa unnt að starfa innan þess ramma sem þessi tilmæli kveða á um. Vissulega má færa rök fyrir því að það megi teljast róttækt að banna heimsóknir fulltrúa trúfélaga í skóla, sérstaklega þar sem slíkar heimsóknir gætu hæglega talist liður í faglegri kennslu – alveg eins og heimsóknir fjölmargra annarra fulltrúa samfélagshópa. Slíkt bann mætti að ósekju endurskoða en þá aðeins að þjóðkirkjan (sem vissulega er það trúfélag sem langmest hefur heimsótt skólana) nýti þær heimsóknir til kynningar á sjálfri sér, en ekki til boðunar eða eigin kennslu. Mikil brögð hafa nefnilega verið að því. Það alvarlega við ályktun stjórnar FÉKKST er að samtökin sjálf virðast ekki gera þann eðlilega og sjálfsagða greinarmun á boðun og fræðslu sem faglegar kröfur leggja á herðar þeim. Stjórnin kvartar sérstaklega yfir því að mega ekki lengur hnýta saman listsköpun og trúarbragðafræðslu. Stjórnin telur sum sé fimmta liðinn hér að ofan sérlega skæðan. Þó er tekið skýrt fram að listsköpun, sálmasöngur og kirkjuheimsóknir skuli ekki fara fram í trúarlegum tilgangi. Og þegar maður gerir eitthvað í trúarlegum tilgangi þá er maður sjálfkrafa farinn að ástunda viðkomandi trúarbrögð. Nýlega fór fram í skólanum mínum kennsla um manndómsvígslur víða um heim. Nemendur horfðu á myndbönd, hlustuðu á fræðslu og settu meira að segja á svið einfalda manndómsvígslu. Sú sviðsetning var að sjálfsögðu ekki gerð í þeim tilgangi að gera nemendurna að fullorðnu fólki. Sviðsetningin var eingöngu hluti af fjölbreyttum kennsluháttum sem nýttu sköpunarkraft og starfsgleði nemendanna til hins ítrasta. Og þótt nemendum þættu manndómsvígslurnar sumpart framandi og jafnvel kjánalegar þá tókst með faglegri og góðri kennslu að fræðast um þetta allt á nærgætinn og virðingarverðan hátt. Sá kennari sem vill láta nemendur syngja sálma í trúarlegum tilgangi, þ.e. af fullri alvöru og sem þátt í iðkun trúarbragðanna – sá kennari gengur of langt. Hann fer á svig við mannréttindi barnanna og foreldra þeirra, alveg óháð því hvort slíkt væri gert í þökk meirihluta foreldranna. Trúariðkun á einfaldlega annan vettvang í trúfrjálsu samfélagi. Skólinn er ekki lengur hirðir safnaðarins. Skyldur foreldra eru ríkari og traust til þeirra aukið. Það er ekki lengur svo að skóli helli lýsi ofan í börn, setji þau í sólbað eða láti þau fara með bænir. Eftir sem áður hafa kennarar á valdi sínu allar þær kennsluaðferðir sem faglegar geta talist. Þeir geta frætt börnin um bænir og sálma og kennt þeim hvorttveggja, þeir geta sýnt börnunum trúarlega list og látið þau stæla hana. Og þeir geta beint sjónum að öllu litrófi mannlífsins og margvíslegum trúarbrögðum. Það sem þeir geta hinsvegar ekki gert er að leiða börnin í trúarlegu starfi. Þeir geta ekki stundað átrúnað í skólanum. Og sá sem heldur því fram að bann við slíku stangist á við fagmennsku kennara, hann gerir kennurum öllum skömm til.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun